Hoppa yfir valmynd

PFS afturkallar tíðniréttindi fyrir fastasambönd til að greiða fyrir útbreiðslu þriðju kynslóðar farsíma

Tungumál EN
Heim

PFS afturkallar tíðniréttindi fyrir fastasambönd til að greiða fyrir útbreiðslu þriðju kynslóðar farsíma

16. maí 2008

Póst- og fjarskiptastofnun hefur ákveðið að afturkalla tíðniréttindi fyrir fimm fastasambönd Mílu ehf.  Með bréfi til Mílu ehf., þann 28. janúar sl., tilkynnti Póst- og fjarskiptastofnun að hún hefði í hyggju, m.a. með vísan í fyrri ákvörðun sína nr. 7/2007, að afturkalla tíðniheimildir fyrir tiltekin fastasamönd fyrirtækisins á 2 GHz svo ráðstafa mætti viðkomandi tíðnisviðum fyrir þriðju kynslóðar farsímaþjónustu. Skal notkun fastasambanda á þessum tíðnisviðum vera hætt eigi síðar en 1. desember 2008.

Ennfremur skal notkun tíðna fyrir tvö tiltekin fastasambönd til viðbótar hætt 6 mánuðum frá því að Mílu ehf. berst tilkynning um það frá Póst- og fjarskiptastofnun.

Í stað framangreindra tíðna mun Póst- og fjarskiptastofnun úthluta Mílu ehf. öðrum tíðnum til notkunar fyrir fastasambönd eftir því sem þörf krefur.

Jafnframt hafnar PFS fyrirvara Mílu ehf. um bótaskyldu stofnunarinnar.

Ákvörðun PFS nr. 10/2008 - Afturköllun tiltekinna tíðniréttinda Mílu ehf. fyrir fastasambönd á tíðnisviðum fyrir þriðju kynslóð farsíma (PDF)

 

Til baka