Hoppa yfir valmynd

Nýr forstöðumaður tæknideildar PFS

Tungumál EN
Heim

Nýr forstöðumaður tæknideildar PFS

5. maí 2008

Þann 1. maí sl. tók Þorleifur Jónasson við starfi forstöðumanns tæknideildar Póst- og fjarskiptastofnunar af Guðmundi Ólafssyni sem brátt lætur af störfum vegna aldurs.
Þorleifur útskrifaðist sem fjarskiptatæknifræðingur frá Tækniháskólanum í Árósum árið 1990. Hann hefur m.a. starfað hjá sænska fjarskiptafyrirtækinu Ericsson og hjá Tali og Vodafone.  Undanfarin ár hefur Þorleifur starfað við upplýsingatæknimál hjá Actavis Group og síðustu tvö ár gegndi hann starfi forstöðumanns upplýsingatæknisviðs samsteypunnar.

Til baka