Hoppa yfir valmynd

Framtíðarskipan GSM 900 tíðnisviðsins – Samráð við hagsmunaaðila

Tungumál EN
Heim

Framtíðarskipan GSM 900 tíðnisviðsins – Samráð við hagsmunaaðila

5. maí 2008

Póst- og fjarskiptastofnun vinnur nú að stefnumótun  um framtíðarskipan GSM 900 tíðnisviðsins og kallar eftir samráði við hagsmunaaðila.

Útbreiðslueiginleikar farsímakerfa eru m.a. háðir því tíðnisviði sem notað er.  900 MHz tíðnisviðið hefur einkum tvo kosti umfram önnur hærri tíðnisvið, sem notuð eru fyrir farsímakerfi, t.d. 2 GHz tíðnisviðið, sem nú er notað fyrir þriðju kynslóð farsíma, 3G:
a) Meiri langdrægni og því hagkvæmara í strjálbýli.
b) Betri útbreiðsla í stórum byggingum, sem nýtist einkum í þéttbýli.

Notkun 900 MHz tíðnisviðsins fyrir farsíma er nú takmarkað við GSM þjónustu, en ákveðið hefur verið að nýta þetta tíðnisvið einnig fyrir 3G þjónustu. Auk þeirra sem veita 3G þjónustu má ætla að önnur fyrirtæki á farsímamarkaði hafi einnig áhuga á að nýta þetta tíðnisvið.

Póst- og fjarskiptastofnun hefur því ákveðið að flýta stefnumótun og taka ákvörðun um framtíðarnýtingu GSM 900 tíðnisviðsins á Íslandi. Þar sem miklir hagsmunir eru í húfi og mörg sjónarmið kunna að vera um hver sé skynsamlegasta og hagkvæmasta niðurstaðan, hefur stofnunin tekið saman ýmsa þætti varðandi GSM 900 tíðnisviðið, sem hún telur að skipti máli við ákvörðun um framtíðarskipan þess.

Hagsmunaaðilar hafa frest til kl. 12, þriðjudaginn 27. maí 2008 til að skila inn umsögnum, athugasemdum og ábendingum. Samráðsgögnin má nálgast hér neðar.

Samráð við hagsmunaaðila um framtíðarskipan GSM 900 tíðnisviðsins (PDF)

Gögn sem vísað er til í samráðsskjalinu (PDF skjöl):
a) ECC Report 82
COMPATIBILITY STUDY FOR UMTS OPERATING WITHIN THE GSM 900 AND GSM 1800 FREQUENCY BANDS, maí 2006

b) ECC Report 96
COMPATIBILITY BETWEEN UMTS 900/1800 AND SYSTEMS OPERATING IN ADJACENT BANDS, mars 2007

c) ECC Decision (06)13
on the designation of the bands 880-915 MHz, 925-960 MHz, 1710-1785 MHz and 1805-1880 MH for terrestrial IMT-2000/UMTS systems, desember 2006

d) Commission Decision
on the harmonisation of the 900 MHz and 1800 MHz frequency bands for terrestrial systems capable of providing pan-European electronic communications services in the Community, lokadrög júní 2007.

 

Nánari upplýsingar veitir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, s. 510-1500, t-póstur: hrafnkell(hjá)pfs.is

 

Til baka