Hoppa yfir valmynd

Síminn hf. útnefndur með umtalsverðan markaðsstyrk á heildsölumarkaði fyrir breiðbandsaðgang

Tungumál EN
Heim

Síminn hf. útnefndur með umtalsverðan markaðsstyrk á heildsölumarkaði fyrir breiðbandsaðgang

18. apríl 2008

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur nú lokið greiningu á markaði 12, heildsölumarkaði fyrir breiðbandsaðgang. Á grundvelli niðurstöðu úr markaðsgreiningunni hefur PFS ákveðið að útnefna Símann hf. með umtalsverðan markaðsstyrk á markaðinum.

Með heimild í 28. gr. fjarskiptalaga leggur PFS kvöð á Símann hf. um að verða við eðlilegum og sanngjörnum beiðnum fjarskiptafyrirtækja um opinn aðgang að sérstakri netaðstöðu á koparheimtaugum á heildsölustigi. Netaðstaðan sem hér um ræðir er aðgangur að bitastraumi sem fer um efri tíðnihlutann á koparheimtaugum í þeim tilgangi að gera öðrum fjarskiptafyrirtækjum kleift að veita notendum sínum aðgang að ýmis konar bandbreiðri þjónustu.

Jafnframt leggur stofnunin kvaðir á Símann hf. um jafnræði, gagnsæi, bókhaldslegan aðskilnað og eftirlit með gjaldskrá.

Markmið fjarskiptalöggjafarinnar og Póst- og fjarskiptastofnunar með markaðsgreiningunni er að greina stöðu samkeppni á fjarskiptamarkaði og leggja á viðeigandi kvaðir til að efla samkeppi, sé hún ekki talin vera nægjanlega virk, eins og sú niðurstaða sem nú liggur fyrir gefur til kynna.

Ákvörðun PFS nr. 8/2008 ásamt viðaukum

 

 

Til baka