Hoppa yfir valmynd

Samráð um markaðsgreiningu á mörkuðum 8 - 10

Tungumál EN
Heim

Samráð um markaðsgreiningu á mörkuðum 8 - 10

1. apríl 2008

PFS hefur sent hagsmunaaðilum til umsagnar frumdrög að markaðsgreiningu á mörkuðum 8 - 10, þ.e. heildsölumörkuðum fyrir aðgang, lúkningu og flutning símtala í föstum almennum talsímanetum.

 PFS mun endurskoða markaðsgreininguna með hliðsjón af þeim athugasemdum sem berast áður en greiningin er send Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) til samráðs. Að teknu tilliti til umsagnar ESA verður ákvörðun stofnunarinnar birt hlutaðeigandi fyrirtækjum.  Póst- og fjarskiptastofnun hefur greint samkeppni á heildsölumörkuðum fyrir aðgang, lúkningu og flutning símtala í föstum almennum talsímanetum, þ.e. mörkuðum 8 - 10.
Frumdrög greiningar og niðurstaða PFS um framangreinda markaði eru nú lögð fram til samráðs og PFS býður fjarskiptafyrirtækjum og öðrum sem áhuga hafa á að gera athugasemdir við þau, sbr. 6. gr. laga nr. 69/2003, um Póst- og fjarskiptastofnun.

Til baka