Hoppa yfir valmynd

Vodafone hækkar verð fyrir fastasíma- og farsímanotkun

Tungumál EN
Heim

Vodafone hækkar verð fyrir fastasíma- og farsímanotkun

3. mars 2008

Vodafone hefur tilkynnt Póst- og fjarskiptastofnun um breytingar á gjaldskrá sinni frá og með 1. mars 2008.  M.a. hækkaði verð þegar talað er milli heimasíma (fastasíma) úr 1,70 kr. í 1,85 kr. á mínútuna, eða um 8,8%.  Einnig hækkuðu upphafsgjöld á öllum áskriftarleiðum farsímanotkunar í 3,75 kr.  Fleiri breytingar voru gerðar á gjaldskránni, meðal annars lækkuðu verð fyrir MMS skilaboð. Sjá fréttir á heimasíðu Vodafone.


 

Til baka