Hoppa yfir valmynd

PFS hefur birt ákvörðun sína nr. 1/2008 um birtingu tölfræðiupplýsinga um fjarskiptamarkaðinn

Tungumál EN
Heim

PFS hefur birt ákvörðun sína nr. 1/2008 um birtingu tölfræðiupplýsinga um fjarskiptamarkaðinn

17. janúar 2008

PFS hefur birt ákvörðun sína nr. 1/2008 um birtingu tölfræðiupplýsinga um fjarskiptamarkaðinn.

Að kröfu Og fjarskipta ehf. tók Póst- og fjarskiptastofnun kæranlega ákvörðun um fyrirætlun sína að birta tölfræðiupplýsingar um íslenska fjarskiptamarkaðinn. Áður hafði fyrirtækið Og fjarskipti ehf. óskað eftir því að PFS birti ekki neinar tölfræðiupplýsingar sem ekki hafa áður birst þar sem Og fjarskipti ehf. töldu nauðsynlegt að farið yrði leynt með tilteknar tölfræðiupplýsingar sem stofnunin hafði áður aflað.

Í ákvörðunarorðum segir m.a.:

"Birtar verða tölfræðiupplýsingar um Og fjarskipti ehf. samkvæmt áðurnefndu bréfi stofnunarinnar, dags. 23. nóvember sl., í ritinu Tölfræði um íslenska fjarskiptamarkaðinn 2006, að undanskildum þeim upplýsingum sem greinir um í töflum T11 og T12 samkvæmt ákvörðun þessari."

Ákvörðun PFS nr. 1/2008 (PDF)

 

Til baka