Hoppa yfir valmynd

Síminn, Míla og Já upplýsingaveitur útnefnd með skyldu til að veita alþjónustu

Tungumál EN
Heim

Síminn, Míla og Já upplýsingaveitur útnefnd með skyldu til að veita alþjónustu

6. desember 2007

Póst- og fjarskiptastofnun hefur birt ákvörðun sína nr. 25/2007 um útnefningu fjarskiptafyrirtækja með skyldu til að veita alþjónustu. Stofnunin birti þann 16. maí s.l. samráðsskjal þar sem öllum hagsmunaaðilum var boðið að tjá sig. Athugasemdir bárust frá Símanum, Félagi heyrnarlausra og Bændasamtökunum.

Í ákvörðuninni er þeim skyldum sem falla undir alþjónustu í lögum um fjarskipti skipt upp á milli Mílu ehf. sem hefur skyldu til að veita aðgang að almenna fjarskiptanetinu, Símans hf., sem hefur skyldu til að veita talsímaþjónustu, gagnaflutningsþjónustu með 128 kb/s flutningsgetu og reka almenningssíma um land allt. og Já upplýsingaveitna ehf., sem hefur skyldu til að gefa út símaskrá og reka upplýsingaþjónustu um símanúmer í númerinu 118. Þá er einnig kveðið á um að Síminn og Já upplýsingaveitur skuli verða við öllum sanngjörnum kröfum hagsmunasamtaka öryrkja sem leitast við að jafna aðgang félagsmanna þeirra að þeirri þjónustu sem fellur undir alþjónustu.

Útnefningarnar taka til alls landsins.

Ákvörðun PFS nr. 25/2007 - Útnefning fjarskiptafyrirtækja með skyldu til að veita alþjónustu (PDF)

Til baka