Hoppa yfir valmynd

Nýtt rekstrarleyfi Íslandspósts - Fyrirtækið áfram með skyldu um alþjónustu í póstþjónustu

Tungumál EN
Heim

Nýtt rekstrarleyfi Íslandspósts - Fyrirtækið áfram með skyldu um alþjónustu í póstþjónustu

4. desember 2007

Póst- og fjarskiptastofnun gaf  í gær, þann 3. desember 2007, út nýtt rekstrarleyfi til Íslandspósts hf.  Drög að leyfinu voru birt á vef stofnunarinnar þann 18. október s.l. og öllum sem láta sig þjónustu Íslandspósts varða gefinn kostur á að koma með athugasemdir eða ábendingar um efni leyfisins. Engar athugasemdir bárust. Í rekstarleyfinu er fjallað um skyldu fyrirtækisins til veitingar alþjónustu í póstþjónustu um allt land. Auk þess er fyrirtækinu falið að fara með einkarétt ríkisins á dreifingu áritaðra bréfa allt að 50 g á þyngd. Leyfið gildir til 31. desember 2010.

Rekstrarleyfi Íslandspósts (PDF)

Til baka