Hoppa yfir valmynd

PFS birtir drög að reglum sem stuðla að bættu öryggi og neytendavernd í fjarskiptum

Tungumál EN
Heim

PFS birtir drög að reglum sem stuðla að bættu öryggi og neytendavernd í fjarskiptum

1. október 2007

Á síðasta löggjafarþingi Alþingis voru samþykkt lög nr. 39/2007 um breytingu á lögum um fjarskipti nr. 81/2003. Var tilgangur lagabreytinganna einkum að auka öryggi í fjarskiptum, auka neytendavernd og að styrkja ákvæði laganna er fjalla um vernd persónuupplýsinga og friðhelgi einkalífs.

 

Meðal þess sem breytingarlögin kveða á um er að Póst- og fjarskiptastofnun skuli setja reglur um annars vegar vernd upplýsinga í almennum fjarskiptanetum og hins vegar um virkni almennra fjarskiptaneta, sbr. b.-lið 9. gr. þeirra.

 

Með bréfi Póst- og fjarskiptastofnunar, dags. 10. maí 2007, var hagsmunaaðilum á íslenskum fjarskiptamarkaði gefinn kostur á því að tjá sig um drög stofnunarinnar að slíkum reglum. Alls bárust stofnuninni athugasemdir frá 6 aðilum. Hefur Póst- og fjarskiptastofnun nú endurskoðað drög að umræddum reglum með tilliti til þessara athugasemda og hafa endurskoðuð drög að reglunum nú verið birtar á heimasíðu Póst- og fjarskiptastofnunar.

 

Í áðurnefndum lögum var enn fremur kveðið á um heimild Póst- og fjarskiptastofnunar til að setja reglur um vernd, virkni og gæði IP-fjarskiptaþjónustu, sbr. 6. gr þeirra. Í þeim tilgangi að semja drög að slíkum reglum setti Póst- og fjarskiptastofnun á laggirnar sérstakan samáðs- og vinnuhóp með þátttöku helstu hagsmunaaðila á þessu sviði. Hópurinn, sem starfað hefur frá því um miðjan maí síðastliðinn, hefur nú skilað frá sér drögum að umræddum reglum.

Öllum er frjálst að senda inn athugasemdir og umsagnir við ofangreind drög og er frestur til að skila þeim til 26. október nk.

  • Drög (2) að reglum um vernd upplýsinga í almennum fjarskiptanetum (PDF)
  • Drög (2) að reglum um virkni almennra fjarskiptaneta (PDF)
  • Drög (1) að reglum um vernd, virkni og gæði IP fjarskiptaþjónustu (PDF)

Til baka