Hoppa yfir valmynd

Síminn og Míla útnefnd með umtalsverðan markaðsstyrk á leigulínumarkaði

Tungumál EN
Heim

Síminn og Míla útnefnd með umtalsverðan markaðsstyrk á leigulínumarkaði

21. september 2007

Póst- og fjarskiptastofnun hefur lokið greiningu á mörkuðum 7, 13 og 14 (leigulínumörkuðum) og birt ákvörðun sína nr. 20/2007 þar sem Síminn hf. og Míla ehf. eru útnefnd með umtalsverðan markaðsstyrk á leigulínumarkaði á Íslandi.  
Leigulínur eru mikilvægur þáttur í fjarskiptum innanlands og eru línur sem liggja milli tveggja eða fleiri staða með miklum gagnaflutningshraða.

Með ákvörðun sinni og greiningu á leigulínumarkaði telur PFS sig stuðla að aukinni samkeppni á markaði og tryggja aðgang samkeppnisaðila að leigulínum með sanngjörnum skilyrðum og á sanngjörnu verði. Þetta þýðir m.a. að þeir aðilar sem nú bjóða upp á lokaðan gagnaflutning í gegn um leigulínur Símans geta haldið því áfram.

Skilgreiningar á mörkuðum 7, 13 og 14:

  • Markaður 7:  Lágmarksframboð á leigulínum, þ.e. lágmarksframboð á línum sem lagðar eru beint inn til notenda. Leigulínur eru t.d. notaðar af stærri fyrirtækjum þar sem þörf er fyrir lokað innra net milli deilda sem staðsettar eru á mismunandi stöðum. 
  • Markaður 13:  Heildsölumarkaður fyrir lúkningahluta leigulína, þ.e. þann hluta leigulínu sem liggur frá notanda til símstöðvar.
  • Markaður 14:  Heildsölumarkaður fyrir stofnlínuhluta leigulína, þ.e. þann hluta leigulínu sem liggur á milli símstöðva.

 

Endanleg markaðsgreining á mörkuðum 7, 13 og 14 ásamt meðfylgjandi skjölum

Til baka