Hoppa yfir valmynd

Úrskurðarnefnd staðfestir ákvörðun PFS um aðgang Símans að málsgögnum vegna OR

Tungumál EN
Heim

Úrskurðarnefnd staðfestir ákvörðun PFS um aðgang Símans að málsgögnum vegna OR

28. ágúst 2007

Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur endanlega staðfest ákvörðun PFS frá því í desember 2006 um aðgang Símans að málsskjölum vegna Orkuveitu Reykjavíkur.
Forsaga málsins er að í nóvember 2006 barst PFS krafa  Símans um aðgang að gögnum í máli vegna ákvörðunar stofnunarinnar um fjárhagslegan aðskilnað fjarskiptastarfsemi OR frá öðrum rekstri fyrirtækisins.  PFS ákvarðaði að Símanum yrðu afhent öll málsgögn, með þeim takmörkunum sem leiða af 17. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993.
Sjá ákvörðun PFS frá 11. desember 2006.

Orkuveita Reykjavíkur kærði ákvörðun PFS  til úrskurðarnefndar þann 19. desember og krafðist einnig frestunar á réttaráhrifum ákvörðunar PFS.  Úrskurðarnefnd úrskurð sinn um frestun réttaráhrifa ákvörðunar PFS þann 21. desember þar sem þeirri kröfu OR er hafnað.

Nú hefur úrskurðarnefnd sent frá sér endanlegan úrskurð í málinu þar sem ákvörðun PFS frá 11. desember 2006 er staðfest.

Endanlegur úrskurður úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli 15/2006, 27. ágúst 2007 (PDF)

 

Til baka