Hoppa yfir valmynd

Amitelo AG og IceCell ehf fá tíðniheimildir fyrir GSM 1800 farsímakerfi

Tungumál EN
Heim

Amitelo AG og IceCell ehf fá tíðniheimildir fyrir GSM 1800 farsímakerfi

28. júní 2007

PFS hefur úthlutað tveimur fyrirtækjum tíðniheimildum fyrir GSM 1800 farsímakerfi. Fyrirtækin eru Amitelo AG og IceCell ehf. sem er sá hluti móðurfyrirtækisins BebbiCell AG sem mun starfa hér á landi.
Útboðið var auglýst 2. febrúar sl. og voru tilboð opnuð 3. apríl að viðstöddum fulltrúum bjóðenda og fulltrúum fjölmiðla.

Hvor tíðniheimild gildir fyrir allt landið og felur í sér eitt eftirtalinna tveggja tíðnisviða, sem hvert um sig er samtals 2 x 7,4 MHz , alls 14,8 MHz

1) 1751,1-1758,5 MHz / 1846,1-1853,5 MHz

2) 1758,7-1766,1 MHz / 1853,7-1861,1 MHz

Tíðniheimild Amitelo AG

Tíðniheimild IceCell ehf

Fjögur fyrirtæki lögðu fram tilboð í GSM 1800 tíðniheimildirnar en fyrirfram var ákveðið að ekki yrði úthlutað fleiri en tveimur tíðniheimildum.
Stigafjöldi umsókna var reiknaður á þann veg að prósentutala útbreiðslu við hvorn áfanga fékk mismunandi vægi þannig að því fyrr sem útbreiðslu væri náð fengjust fleiri stig. Uppgefnar tölur um útbreiðslu og uppbyggingarhraða voru lesnar upp við opnun tilboða ásamt útreiknuðum stigum fyrir hvert tilboð.

Heildarstigafjöldi bjóðenda skv. tilboðum:

Amitelo AG

127,5 stig

BebbiCell AG

123,0 stig

Núll-Níu ehf

118,0 stig

IP fjarskipti ehf

97,5 stig

 

Sjá nánar:

 

Til baka