Hoppa yfir valmynd

Yfirlýsing um alþjóðlegt reiki frá fjarskiptaeftirlitsstofnunum Evrópu (ERG)

Tungumál EN
Heim

Yfirlýsing um alþjóðlegt reiki frá fjarskiptaeftirlitsstofnunum Evrópu (ERG)

14. júní 2007

Samstarfsvettvangur fjarskiptaeftirlitsstofnana í  Evrópu (ERG), sem Póst- og fjarskiptastofnun er aðili að, hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna nýrra reglna um alþjóðlegt reiki (símtöl í farsíma milli landa) sem senn verða innleiddar innan Evrópusambandsins.  (Sjá frétt hér á vefnum frá 24. maí sl.
Í reglunum eru settar verðlagshömlur á smásöluverð fyrir farsímareiki milli landa og lögð áhersla á gegnsæi í verðlagningu.  Eftirlitsstofnanir viðkomandi landa verða jafnframt beðnar um að fylgjast náið með verðlagsþróun reikigjalda fyrir SMS og skilaboðaþjónustu sem byggjast á margmiðlun (MMS).

Í yfirlýsingu ERG er m.a. settur fram tímarammi fyrir fjarskiptaeftirlitsstofnanir um öflun upplýsinga frá farsímafyrirtækjum, en slíkar upplýsingar eru forsenda þess að hinar nýju reglur komi neytendum til góða.

Yfirlýsing ERG (PDF)

Til baka