Hoppa yfir valmynd

PFS birtir ákvörðun í kvörtunarmáli um óumbeðin fjarskipti

Tungumál EN
Heim

PFS birtir ákvörðun í kvörtunarmáli um óumbeðin fjarskipti

23. maí 2007

Póst- og fjarskiptastofnun hefur birt ákvörðum í kvörtunarmáli um óumbeðin fjarskipti.
Í nóvember áframsendi Persónuvernd kvörtun einstaklings til Póst- og fjarskiptastofnunar til úrlausnar. Lýtur kvörtunin að því að fjarskiptafyrirtækið IP-fjarskipti ehf., sem starfar undir merkjum Hive, hafi ítrekað hringt í símanúmer kvartanda, sem er bannmerkt í símaskrá, í þeim tilgangi að kynna vörur sínar og þjónustu.

Í ákvörðunarorðum Póst- og fjarskiptastofnunar segir:
IP-fjarskipti ehf. braut gegn 5. mgr. 46. gr. laga um fjarskipti nr. 81/2003 með því að hringja í bannmerkt símanúmer kvartanda í tengslum við beina markaðssetningu sína.

Ákvörðun nr. 10/2007 í kvörtunarmáli um óumbeðin fjarskipti

 

Til baka