Hoppa yfir valmynd

Samráð vegna útnefningar alþjónustuveitanda

Tungumál EN
Heim

Samráð vegna útnefningar alþjónustuveitanda

16. maí 2007

Póst og fjarskiptastofnun hefur birt samráðsskjal vegna útnefningar fjarskiptafyrirtækis með alþjónustuskyldur.
Alþjónusta snýst um möguleika allra notenda til að hafa aðgang að tiltekinni lágmarksþjónustu eins og hún er skilgreind í lögum um fjarskipti, óháð því hvar þeir búa eða kringumstæðum að öðru leyti, t.d. fjárhagslegum.

Núgildandi fyrirmæli um alþjónustu eru síðan 5. apríl 2005, þar sem Landssíminn hf. (nú Síminn hf.) var útnefndur sem alþjónustuveitandi.  Að stofni til var um sömu kvaðir að ræða og lagðar voru á með rekstrarleyfi fyrirtækisins þann 30. júní 1998. Þessi fyrirmæli renna út þann 31. desember 2007.  Fyrir þann tíma þarf að útnefna nýjan aðila á fjarskiptamarkaðinum hér á landi sem alþjónustuveitanda.

Póst- og fjarskiptastofnun vill með þessu samráðsskjali fá fram sjónarmið notenda, markaðsaðila og annarra aðila sem telja sig hafa hagsmuna að gæta þannig að hægt verði að taka upplýsta ákvörðun um hvernig þessum málum verður best háttað í framtíðinni hér á landi.

Frestur til að koma að athugasemdum við samráðsskjalið er til 18. júní n.k.

Athugasemdir merktar "Alþjónusta - athugasemdir" skal senda til Póst- og fjarskiptaskiptastofnunar, Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík eða í tölvupósti: fridrik@pfs.is

Samráðsskjal um útnefningu alþjónustuaðila (PDF)
Viðauki A - Mat Póst- og fjarskiptastofnunar á áhrifum kvaðanna
Viðauki B - Lög og reglugerðir
Viðauki C - Yfirlit yfir spurningar Póst- og fjarskiptastofnunar

Fyrirmæli til Landsíma Íslands hf. um veitingu alþjónustu, dags 5. apríl 2005 (PDF)
Núgildandi kröfur um almenningssíma
Núgildandi kröfur um gæði alþjónustu
Gjöld fyrir alþjónustu (frétt á vef PFS, 3. júlí 2006)
Gjöld fyrir alþjónustu (frétt á vef PFS, 24. ágúst 2005)

 

Til baka