Hoppa yfir valmynd

PFS og SAFT í samstarf um aukna vitund um örugga netnotkun

Tungumál EN
Heim

PFS og SAFT í samstarf um aukna vitund um örugga netnotkun

16. maí 2007

Forstjóri PFS og formaður Heimila og skóla undirrita samstarfssamninginnPóst- og fjarskiptastofnun og SAFT verkefnið hjá Heimili og skóla hafa gert með sér samstarfssamning um að vinna sameiginlega að aukinni vitund almennings um örugga netnotkun.
Samningurinn var undirritaður af forstjóra PFS, Hrafnkeli V. Gíslasyni og Maríu Kristínu Gylfadóttur formanni Heimila og skóla.

Megintilgangur samningsins er skipuleg viðleitni til að afla, skapa og varðveita þekkingu um Netið og netöryggi og miðla henni til netþjónustuaðila og almennings. 

Meðal sameiginlegra verkefna verður gerð leiðbeininga um góða starfshætti netþjónustuaðila og markviss vinna að því að samræma upplýsingar sem finnast á heimasíðu SAFT,  www.saft.is  og www.netoryggi.is ( upplýsingasíðu  Póst- og fjarskiptastofnunar um netöryggi fyrir almenning).
Einnig er hafinn undirbúningur að uppsetningu hjálparlínu fyrir almenning um öryggi á Netinu í samstarfi SAFT, PFS og Barnaheilla. Um verður að ræða vefsíðu þar sem almenningur getur sent inn fyrirspurnir sem svarað verður með almennum hætti á vefsíðunni.

Samstarfssamningur Póst- og fjarskiptastofnunar og Heimila og skóla (SAFT) (PDF)

 

 

 

Til baka