Eitt fyrirtæki býður í tíðniheimild fyrir farsímakerfi á 450 MHz
7. maí 2007Í dag kl. 11:00 voru opnuð tilboð í tíðniheimild til starfrækslu farsímanets á núverandi NMT tíðnisviði
Eitt fyrirtæki lagði fram tilboð, Nordisk Mobil Ísland ehf
Tilboðið var opnað að viðstöddum fulltrúum bjóðenda og fulltrúum fjölmiðla. Útboðið var auglýst 7. mars 2007.
Tíðniheimildin gildir fyrir allt landið og felur í sér eftirfarandi tíðnisvið:
452,9875 - 457,4875 MHz / 462,9875 – 467,4875 MHz (2 x 4,5 MHz)
Skuldbinding umsækjenda umfram lágmarkskröfur:
Skuldbindingar umfram lágmarkskröfur |
N M Í |
Útbreiðsla:
Útbreiðsla á landi, lágmark 90% |
91 |
Útbreiðsla á sjó, lágmark 135.000 km2 |
140.000 |
Gagnaflutninghraði,:
Samanlagt flatarmál svæða B (km2) |
163.700 |
Samanlagt flatarmál svæða C (km2) |
93.700 |
Samtals B og C (km2) |
257.400 |
Opinn aðgangur á jafnræðisgrundvelli:
Já / Nei |
Já |
Notendabúnaður á markaði
Áætlaður fjöldi framleiðenda næstu 12 mán |
15 |
Áætlaður fjöldi mismunandi tegunda notendabúnaðar næstu 12 mán |
> 100 |
Áfangar og uppbyggingahraði
1. júní 2008 fjöldi móðurstöðva utan þéttbýlis (lágmark 10) |
50 |
Fullri útbreiðslu náð (dagsetning) (eigi síðar en 1. október 2008) |
1. okt 2008 |
Allt tíðnisviðið í notkun (dagsetning) (eigi síðar en 1. febrúar 2009) |
7. jan 2009 |
Full þjónusta (dagsetning) (eigi síðar en 1. mars 2009) |
7. jan 2009 |
Póst- og fjarskiptastofnun mun yfirfara tilboðið og sannreyna hvort það uppfylli alla skilmála í úboðslýsingu.
Sjá nánar:
Nánari upplýsingar veitir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, s. 510-1500, t-póstur: hrafnkell@pfs.is
Til baka