Hoppa yfir valmynd

Ný könnun meðal netfyrirtækja á gagnaflutningi á Netinu frá útlöndum

Tungumál EN
Heim

Ný könnun meðal netfyrirtækja á gagnaflutningi á Netinu frá útlöndum

8. febrúar 2007

Í desember og janúar sl. var gerð fyrir Póst- og fjarskiptastofnun könnun meðal netfyrirtækja á gagnaflutningi á Netinu frá útlöndum. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði könnunina meðal 41 fyrirtækis sem veita internetþjónustu.

Kannað var með hvaða hætti fyrirtækin gera viðskiptavinum sínum ljóst hvenær þeir eru að greiða fyrir gagnaflutning erlendis frá.

Meðal þess sem fram kemur í skýrslunni er að:

  • Fjórðungur þeirra fyrirtækja sem bjóða upp á gagnaflutning erlendis frá taka ekki gjald fyrir þá þjónustu.
  • Fáir áskrifendur þeirra fyrirtækja sem þátt tóku í könnuninni hafa óskað eftir upplýsingum um hvenær þeir hlaða niður gögnum erlendis frá.
  • Áskriftarleiðir eru margar og flóknar og getur reynst erfitt fyrir neytendur að velja þá leið sem þeim hentar.

Skýrsluna má nálgast í heild hér fyrir neðan.

Gagnaflutningur á Netinu frá útlöndum, könnun meðal fyrirtækja sem veita internetþjónustu(PDF)

Nánari upplýsingar veitir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, s. 510-1500, t-póstur: hrafnkell@pfs.is

Til baka