Hoppa yfir valmynd
Tungumál EN
Heim

Alþjónusta í pósti

Alþjónusta er sú þjónusta sem allir landsmenn eiga rétt á að hafa aðgang að á viðráðanlegu verði

Alþjónusta í pósti nær til póstsendinga innanlands og til annarra landa.

Eftirfarandi þjónusta fellur undir alþjónustu í pósti:
 • Aðgangur að afgreiðslustað rekstrarleyfishafa.
 • Útburður einu sinni á dag alla virka daga nema kringumstæður og landfræðilegar aðstæður hindri slíkt
 • Póstþjónusta vegna:
  • bréfa og orðsendinga með utanáskrift
  • dagblaða, vikublaða, tímarita, bóka og verðlista með utanáskrift
  • ábyrgðarsendinga
  • tryggðra sendinga
  • fjármunasendinga
  • blindrasendinga allt að tveimur kílóum
  • bögglasendinga allt að tuttugu kílóum

 

Vefkort yfir virk markaðssvæði.
Á vefkortinu er hægt að breyta um bakgrunnskort, taka út / bæta við gagnalögum og fá skýringar á gagnalögum á kortinu með því að velja hnappa í efra vinstra horni. Hægt er að leita að stað eða heimilisfangi með því að nýta glugga í efra hægra horni. Til að losna við glugga sem birtist við að velja hnapp þarf að velja sama hnapp aftur. Tölur fyrir lögheimili og vinnustaði fyrir skilgreint svæði eru birtar með því að smella á viðkomandi svæði. Ekki eru til tölur fyrir öll svæði, eins og þau eru skilgreind, frá Íslandspósti en tölur þaðan eru samtölur fyrir viss póstnúmer.

Sjá einnig reglugerð um alþjónustu og framkvæmd póstþjónustu nr. 364/2003

og reglugerð nr. 868/2015 um breytingu á reglugerð um alþjónustu og framkvæmd póstþjónustu nr. 364/2003.


 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábending þín er móttekin

Af hverju ekki?