Kvartanir frá neytendum
Almenn kvörtun
Fjarskiptastofa tekur við kvörtunum frá neytendum telji þeir að fjarskiptafyrirtæki eða póstrekandi brjóti gegn þeim skyldum sínum sem kveðið er á um í lögum eða almennum heimildum og rekstrarleyfum.
FST hefur einnig eftirlit með skilmálum þjónustuveitenda og verðskrá fyrir þá þjónustu er heyrir undir alþjónustu. Til alþjónustu teljast þeir þættir póst- og fjarskipta sem boðnir eru öllum neytendum á viðráðanlegu verði, óháð landfræðilegri staðsetningu þeirra.
Sjá nánar um alþjónustu:
Ef neytendur vilja senda kvörtun til Fjarskiptastofu er nauðsynlegt að fylla út sérstakt kvörtunareyðublað hér á vefnum og senda stofnuninni. Önnur gögn er hægt að senda sem viðhengi með eyðublaðinu. Ekki er nóg að framsenda t.d. tölvupósta eða annað beint á netfang stofnunarinnar.
Þegar kvörtun er send inn til stofnunarinnar fer hún í ákveðið ferli. Kynntu þér ferlið.
Kvörtunareyðublað - rafrænt eyðublað
Kvörtun vegna truflana í útvarpi og sjónvarpi o.fl.
Fjarskiptastofa tekur við kvörtunum vegna truflana á fjarskiptum. Stofnunin leitast við að finna orsakir þeirra eins fljótt og verða má og gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess að bætt verði þar úr. Algengustu truflanir tengjast sjónvarpsmóttöku og truflanir á talstöðvarásum.
Kvörtun vegna truflana - rafrænt eyðublað
Einnig er hægt að tilkynna um truflanir með tölvupósti: bjarni(hjá)pfs.is - eða í síma 822-1596.