CE merkingar - Kaup á tækjum
Margir freistast til að kaupa sér ódýr fjarskipta- og rafmagnstæki á erlendis frá, í gegnum netið eða á ferðalögum. Dæmi um þetta eru
farsímar, spjaldtölvur, leikföng, fjarstýrðar læsingar o.s.frv.
Fjarskiptabúnaður þarf hins vegar að uppfylla kröfur sem gilda á evrópska efnahagssvæðinu til þess að nota megi hann hér á landi. Fjarskiptatæki sem eru almennt í notkun í löndum utan Evrópu geta því verið ólögleg hér á landi.
Ef fjarskiptabúnaður er í fullu samræmi við kröfu á EES svæðinu er hann CE-merktur.
Góð ráð áður en fjárfest er í fjarskiptatæki til nota hér á landi
- Öll fjarskiptatæki eiga að vera CE-merkt. Ef þau eru það ekki, eru þau ólögleg á Íslandi.
CE-merkið skal vera greinilegt á umbúðum og á tækjunum. Að auki skal tækið vera merkt með framleiðslunúmeri. - Ofangreint á við, hvort heldur tækin eru keypt á Íslandi, erlendis eða koma til landsins sem gjöf, t.d. frá ættingjum.
- Ofangreint á einnig við ef tækin eru keypt á netinu.
- Athuga þarf hvort hvort afla þurfi tilskilinna leyfa til að nota tækið á Íslandi.
Dæmi um búnað sem er skilgreindur sem fjarskiptatæki og skal vera CE-merktur:
- Farsímar
- Handtalstöðvar (Walkie-talkie)
- Þráðlaus vaktbúnaður í barnavagna
- Þráðlausir hljóðnemar
- Fjarstýrðar bílskúrslæsingar
- Ýmis símatæki og mótöld.
- Fjarstýrð leikföng
- Útvarpstæki
- Búnaður fyrir þráðlausar tengingar við Internetið
- Radarvarar
- GPS -Búnaður
Munið
Öll fjarskiptatæki verða að vera CE-merkt. Tæki, sem ekki eru CE-merkt, eru ólögleg hér á landi.
- Reglugerð nr. 90/2007 um þráðlausan búnað og notendabúnað til fjarskipta og gagnkvæma viðurkenningu á samræmi þeirra.
Markaðsúttekt á CE-merkingum
Sumarið 2016 lét Fjarskiptastofa gera úttekt á CE-merkingum fjarskiptatækja í verslunum. Sú úttekt gaf sterkar vísbendingar um að ein ástæða mikillar fjölgunar á truflunum í fjarskiptakerfum hér á landi undanfarin ár eru tæki sem einstaklingar kaupa á netinu eða á ferðalögum og uppfylla ekki þær reglur um fjarskiptabúnað sem gildir hér á landi og á öllu EES-svæðinu.
Sjá skýrslu um úttektina:
Markaðsúttekt á CE-merkingum fjarskiptatækja - sumar 2016