Hoppa yfir valmynd
Tungumál EN
Heim

Innflutningur fjarskiptatækja

 

Skv. 65.gr. fjarskiptalaga nr 81/2003 er óheimilt að setja á markað annan notendabúnað en þann sem uppfyllir grunnkröfur sem skilgreindarCE merkið eru í lögunum og verður búnaðurinn að bera CE-merkingu því til staðfestingar.

Sendibúnað fyrir þráðlaus fjarskipti má aðeins hafa undir höndum, setja upp eða nota að fengnu leyfi Póst- og fjarskiptastofnunar.

Fjarskiptabúnaður uppfyllir öll skilyrði til að vera settur á markað hér á landi, ef hann er í samræmi við kröfur sem gilda á EES-svæðinu. Framleiðendur fjarskiptabúnaðar bera ábyrgð á því að svo sé og skulu þeir merkja búnaðinn með CE-merkinu því til staðfestingar. Í gögnum með búnaðinum skal koma sérstaklega fram að CE-merkið sé til staðfestingar á því að hann sé í fullu samræmi við R&TTE tilskipunina.

Sjá upplýsingar um CE merkingu á vef Evrópusambandsins.

R&TTE tilskipunin var innleidd að fullu á Íslandi í janúar 2007 með reglugerð nr. 90/2007 um þráðlausan búnað og notendabúnað til fjarskipta og gagnkvæma viðurkenningu á samræmi þeirra.  

Fjarskiptabúnaður sem ekki ber CE-merkið er ólöglegur hér á landi.

 

Um sendibúnað fyrir þráðlaus fjarskipti gildir hið sama og að ofan, en auk þess geta gilt viðbótarreglur um merkingar, eftir því um hvers konar sendibúnað er að ræða.

Sendibúnaður fyrir þráðlaus fjarskipti:

a)      Sendar sem nota samræmd tíðnisvið, þar sem ekki þarf að sækja um leyfi til að eiga og nota viðkomandi tæki, t.d. GSM- og NMT- farsímar, CB-talstöðvar, fjarstýringar o.fl.:

Engar viðbótarkröfur eru gerðar. Tækin verða að vera CE-merkt.

b)      Sendar, sem nota sérúthlutaðar tíðnir, t.d. talstöðvar, útvarpssendar, fastasambönd o.fl.

Auk CE-merkisins skal vera svokallað “viðvörunarmerki” (!) á tækinu sjálfu eða í upplýsingum með tækinu. Merki þessu er ætlað að vekja athygli kaupandans á því að hugsanlega séu settar skorður við notkun þess, t.d. að sækja þurfi um tíðniúthlutun og/eða sérstakt leyfi til þess að nota tækið. Í upplýsingum með tækinu skal einnig koma fram hvort tækið sé ætlað til notkunar á Íslandi.

 

Framleiðendur fjarskiptabúnaðar eða fulltrúar þeirra með aðsetur á Evrópska efnahagssvæðinu bera fulla ábyrgð á ofangreindum merkingum til staðfestingar á því að kröfum R&TTE tilskipunarinnar sé fullnægt. Ef svo er ekki færist þessi ábyrgð til þess sem setur búnaðinn á markað á Íslandi.

ATH:
Fjarskiptabúnaður um borð í skipum og flugvélum, fjarskiptabúnaður fyrir flugumferðarstjórn svo og fjarskiptabúnaður sem radíóamatörar nota í samræmi við sérstakar reglur sem um þá gilda, fellur ekki undir R&TTE tilskipunina. 

Markaðsúttekt sumarið 2016

Sumarið 2016 var lét PFS gera markaðsúttekt á CE-merkingum fjarskiptatækja sem seld eru hér á landi:

Markaðsúttekt á CE-merkingum fjarskiptatækja 2016 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábending þín er móttekin

Af hverju ekki?