Hoppa yfir valmynd
Tungumál EN
Heim

Tíðnir og tækni

Ljósvakinn er alþjóðlegur og skynsamleg notkun hans fyrir þráðlaus fjarskipti krefst náinnar samvinnu ríkja heimsins. Þessi samvinna fer fram á vegum Alþjóðafjarskiptasambandsins (ITU, International Telecommunications Union).

Á tíðniráðstefnum ITU (WRC, World Radio Conference), er formlega skilgreint og ákveðið hvaða tíðnisvið eru til ráðstöfunar fyrir hina ýmsu þjónustu (hljóðvarp, sjónvarp, farsíma, gervihnattafjarskipti, fjarskipti amatöra o.s.frv).

Greint er frá þessari skiptingu og þeim reglum sem um hana gilda í alþjóðlegri radíóreglugerð (Radio Regulation,RR). Ríki hafa nokkurt svigrúm til þess að skipuleggja ljósvakann innan þess ramma, sem RR setur.

Í Evrópu hefur samvinna á þessu sviði farið ört vaxandi á síðustu árum og hefur Ísland tekið virkan þátt í henni.

Fjarskiptatíðnir   

Fjarskiptastofa sér um skipulag og stjórnun tíðnimála og sinnir eftirliti með notkun ljósvakans innan íslensks yfirráðasvæðis. Fjarskiptatíðnir teljast til auðlinda þjóðarinnar og falla undir stjórn íslenska ríkisins. En ljósvakinn er alþjóðlegur og skynsamleg notkun hans fyrir þráðlaus fjarskipti krefst náinnar samvinnu ríkja heimsins.  Þannig er tíðnisviðum skipt um og skilgreind fyrir mismunandi þjónustu og tækni á alþjóðavettvangi. Fjarskiptastofa tekur virkan þátt í þeirri samvinnu.

Sjá nánar um tíðnimál.

 


Númer og vistföng

Númer úr íslenska númeraskipulaginu teljast til auðlinda þjóðarinnar eins og fjarskiptatíðnir og falla undir stjórn íslenska ríkisins.  Fjarskiptastofa sér um úthlutun númera, númeraraða og vistfanga sem notuð eru í fjarskiptaþjónustu við samtengingu sjálfstæðra fjarskiptaneta.

Nánar er fjallað um númeramál og úthlutanir númera hér á vefnum undir  Fjarskipti/Skráningar og leyfi/Númer og vistföngInnflutningur fjarskiptatækja

Fjarskiptastofa hefur markaðseftirlit með fjarskiptatækjum. Samkvæmt fjarskiptalögum er óheimilt að setja á markað annan notendabúnað en þann sem uppfyllir ákveðnar grunnkröfur og ber CE-merkingu því til staðfestingar.

Sjá nánar um innflutning á fjarskiptatækjum

 


Þráðlaus sendibúnaður

Sendibúnað fyrir þráðlaus fjarskipti má aðeins hafa undir höndum, setja upp eða nota að fengnu leyfi Fjarskiptastofu sem heldur rafrænan gagnagrunn um slíkan búnað sem er í notkun á hverjum tíma. Í gagnagrunninn eru  upplýsingar um staðsetningu og tæknilega eiginleika senda, m.a. um sendistyrk og sendistefnu, bandbreidd og tengingu búnaðarins við almenn fjarskiptanet.Skoðun fjarskiptabúnaðar um borð í skipum

Skoða þarf fjarskiptabúnað um borð í skipum og bátum á hverju ári.

Sjá nánar undir Skipafjarskipti


 


 

 

 

 

 

 

 

 
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábending þín er móttekin

Af hverju ekki?