Hoppa yfir valmynd
Tungumál EN
Heim

Skipafjarskipti

GMDSS (Global Maritime Distress and Safety System) stendur fyrir alþjóðlegt neyðar- og öryggiskerfi fyrir sjófarendur. Á því byggjast neyðarfjarskipti skipa.

Skoðun fjarskiptabúnaðar og útgáfa öryggisvottorða

Skoða þarf árlega fjarskiptabúnað í öllum skipum. Í öllum tilfellum fylla skoðunarmenn út skoðunarskýrslur.

Fjarskiptastofa skoðar fjarskiptabúnað í öllum fiskiskipum lengri en 24 m. Einnig í þeim fiskiskipum undir 24 m. að lengd sem sigla út fyrir hafsvæði A1.  Samgöngustofa gefur út öryggisvottorð fyrir þessi skip.

Faggildar skoðunarstofur skoða fjarskiptabúnað í bátum og skipum sem eingöngu sigla á hafsvæði A1. Skoðunarstofurnar senda skoðunarskýrslur til Fjarskiptastofu sem gefur út öryggisvottorð fyrir viðkomandi skip/báta.

Skoðunarhandbók (Fjarskiptabúnaður fiskiskipa undir 24 metrum sem einungis sigla á A1 svæði)

Fjarskiptastofa skoðar fjarskiptabúnað í öðrum skipum svo sem farþegaskipum og flutningaskipum.  Á grundvelli skoðunarskýrslu gefur stofnunin út öryggisvottorð fyrir þessi skip.


Skilgreining hafsvæða

Kröfur um búnað ráðast af því hafsvæði sem skipið hefur heimild til að sigla á (A1 , A2, A3 og A4).

 • Hafsvæði A1: Er hafsvæði sem takmarkast af langdrægi strandstöðvar til talfjarskipta og viðvarana með stafrænu valkalli (DSC) á metrabylgju (VHF).
 • Hafsvæði A2: Er svæði utan við hafsvæði A1, sem takmarkast af langdrægi strandstöðvar til talfjarskipta og viðvarana með stafrænu valkalli (DSC) á millibylgju (MF).
 • Hafsvæði A3: Er svæði utan hafsvæða A1 og A2, sem takmarkast af langdrægi kyrrstæðra INMARSAT gervihnatta til sendinga viðvarana, þ.e. milli 70° N og 70° S
 • Hafsvæði A4: Er svæði utan hafsvæða A1, A2 og A3

Fjarskiptaskírteini

Þeir sem annast fjarskipti um borð í skipum verða að hafa til þess réttindi og gefur Póst- og fjarskiptastofnun út skírteini því til staðfestingar.

Fyrir öll skip gildir eftirfarandi:

Á hafsvæði A1 skal sá sem er ábyrgur fyrir fjarskiptum vera handhafi takmarkaðs skírteinis fjarskiptamanns (ROC, Restricted Operator’s Certificate). Skal a.m.k. einn starfsmaður hafa þessi réttindi.

Á hafsvæði A2, skal hafa um borð a.m.k. einn starfsmann með almennt talstöðvarvarðarskírteini (GOC, General Radiotelephone Operator''s Certificate).

Skip, sem mega sigla á hafsvæðum A3 og A4, skulu hafa a.m.k. tvo starfsmenn með almennt fjarskiptamannsskírteini (GOC, General Operator''s Certificate).


Númer skipa

Í neðangreindum skrám er að finna upplýsingar um númer sem úthlutað hefur verið til íslenskra skipa: MMSI (DSC og 406 MHz neyðarbauja), Standard A, Standard B, Standard C, Standard M og Selcall (Radíótelex):

Númeraskrárnar (Excel skjöl) uppfærðar síðast: 01.09.2021


Reglugerðir um fjarskiptabúnað og fjarskipti íslenskra skipa:

 • Nr. 53/2000 -  Reglugerð um fjarskiptabúnað og fjarskipti íslenskra skipa
  • Nr. 124/2009 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um fjarskiptabúnað og fjarskipti íslenskra skipa, nr. 53/2000, með síðari breytingum
 • Nr. 122/2004 - Reglugerð um öryggi fiskiskipa sem eru 15 metrar eða lengri að mestu lengd
  • Nr. 955/2008 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um öryggi fiskiskipa sem eru 15 metrar eða lengri að mestu lengd, nr. 122/2004.
  • Nr. 125/2009 - Reglugerð um breytingu á reglugerð um öryggi fiskiskipa sem eru 15 metrar eða lengri að mestu lengd, nr. 122/2004, með síðari breytingum.
 • Nr. 80/2013 - Reglugerð um vaktstöð siglinga og eftirlit með umferð skipa
 • Nr. 377/2007 - Reglugerð um björgunar- og öryggisbúnað skemmtibáta
 • Nr. 513/1998 - Reglugerð um innflutning, sölu og uppsetningu á GMDSS fjarskiptabúnaði í skip
 • Nr. 445/1993 - Reglugerð um neyðarsendibaujur í 121,5 MHz fyrir nærmiðun, þegar maður fellur fyrir borð
 • Nr. 71/1991 - Reglugerð um innflutning og viðurkenningu á neyðarsendibaujum á 406 MHz

 

skip við bryggju

 

 

 
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábending þín er móttekin

Af hverju ekki?