Hoppa yfir valmynd
Tungumál EN
Heim

Númer og vistföng

Fjarskiptastofa sér um úthlutun númera, númeraraða og vistfanga sem notuð eru í fjarskiptaþjónustu við samtengingu sjálfstæðra fjarskiptaneta.

Sjá nánar um úthlutanir:

Úthlutun á númerum og vistföngum

Fjarskiptastofa úthlutar númerum, númeraröðum og vistföngum til rekstrarleyfishafa á Íslandi


Númer fyrir samfélagsþjónustu

Á EES svæðinu gildir samræmd notkun á símanúmerum sem frátekin eru fyrir samfélagsþjónustu samkvæmt reglum Evrópusambandsins.
Þetta eru fimm 6 stafa númer sem byrja á 116 (+ þrír tölustafir). Áskilið er að símtöl í þjónustuna skulu vera gjaldfrjáls.

Fjarskiptastofa sér um að úthluta þessum númerum.


Gjöld fyrir númer

Fjarskiptafyrirtæki sem fá úthlutað númeraröð eða númerum þarf að greiða gjald fyrir samkvæmt lögum um Fjarskiptastofu nr 75/2021.

Í 2. mgr. 21. gr. laganna segir:
" Fyrir úthlutun símanúmera til fjarskiptafyrirtækja skal innheimt fyrir hvert úthlutað símanúmer árlegt gjald að upphæð 10 kr. fyrir hvert númer. Til viðbótar skal innheimt 200.000 kr. árlegt gjald fyrir fjögurra stafa númer, þ.m.t. forskeyti og alþjóðlega netkóða, óháð fjölda tölustafa í kóðanum. Innheimta skal 1.000.000 kr. árlegt gjald fyrir þriggja stafa númer."


Númera- og þjónustuflutningur

Sjá reglur um númera- og þjónustuflutning í almennum fjarskiptanetum nr. 617/2010


Forval og fast forval

Forval
Í gildi eru reglur um forval og fast forval símnotenda. Í forvali geta símnotendur kosið þjónustu nýrra þjónustuveitenda t.d fyrir símtöl til útlanda með því að velja fjögurra tölustafa forskeyti. Er þá fyrst valið forskeytið, síðan 00 og eftir það landsnúmer og símanúmer þess sem hringt er til. Forskeytin eru frá 1000 upp í 1100. Nauðsynlegt er að notendur skrái sig hjá viðkomandi þjónustuveitanda fyrirfram. Símnotendur fastasíma eiga þess einnig kost að gera fyrirfram samning um fast forval við þjónustuveitanda og þurfa þá ekki að velja forskeytið í hverju símtali en geta strax valið 00 og síðan landsnúmer og símanúmer eins og áður.

Fast forval
Símnotandi sem kýs fast forval verður að skrá sig hjá viðkomandi þjónustuveitanda sem skal senda símnotandanum staðfestingu á skráningu og tilkynna símafyrirtækinu sem notandinn er tengdur við um forvalið. Það á ekki að taka nema 5 daga eftir skráningu að koma á föstu forvali. Þjónustuveitandinn greiðir kostnað af að koma á föstu forvali hvers notanda. Símnotandinn fær reikninga fyrir símtölum sem veljast í föstu forvali frá þjónustuveitanda.
Þrátt fyrir að hafa gert samning um fast forval við þjónustuveitanda geta símnotendur valið annan þjónustuveitanda með því að velja forskeyti hans á undan 00.
Þjónustuveitendur sem gera samning við símnotendur um fast forval ber að upplýsa þá hvort læsing á símum þeirra vegna símtala til útlanda verði óvirk þegar föstu forvali er komið á.

Sjá reglur nr. 655/2010 um forval og fast forval í talsímanetum

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábending þín er móttekin

Af hverju ekki?