Hoppa yfir valmynd
Túngumál EN
Heim

Netöryggi

Póst- og fjarskiptastofnun gegnir lykilhlutverki varðandi net- og upplýsingaöryggi. Stofnunin rekur netöryggissveitina CERT-ÍS, heldur úti upplýsingavef um netöryggi fyrir almenning og smærri fyrirtæki og er í samstarfi við ýmsa aðila sem vinna að öryggismálum á internetinu, svo sem SAFT verkefnið hjá Heimili og skóla.


Netöryggissveit PFS, CERT-ÍS

Markmiðið með starfsemi netöryggissveitar PFS, CERT-ÍS er að fyrirbyggja og draga úr hættu á netárásum og öðrum öryggisatvikum í netum þeirra aðila sem teljast til netumdæmis sveitarinnar og sporna við og lágmarka tjón af þeim sökum á ómissandi upplýsingainnviði samfélagsins.  

Sjá nánar um netöryggissveit PFS, CERT-ÍSReglur fyrir fjarskiptafyrirtæki um netöryggi

Skv. lögum nr. 39/2007 um breytingu á fjarskiptalögum nr. 81/2003 setti PFS reglur um vernd upplýsinga í fjarskiptanetum og virkni þeirra og reglur um vernd, virkni og gæði IP fjarskiptaþjónustu og undirliggjandi IP neta.

  • Nr. 1221/2007 - Reglur um vernd upplýsinga í almennum fjarskiptanetum - 10. desember 2007
  • Nr. 1222/2007 - Reglur um virkni almennra fjarskiptaneta - 10. desember 2007
  • Nr. 1223/2007 - Reglur um vernd, virkni og gæði IP fjarskiptaþjónustu - 10. desember 2007

 


Netöryggi.is - upplýsingavefur PFS fyrir almenning

PFS heldur úti upplýsingavef um örugga netnotkun sem ætlaður er almenningi: www.netöryggi.is

Á vefnum er að finna tæknilegar upplýsingar og leiðbeiningar fyrir einstaklinga og fyrirtæki um hvernig best er að tryggja öryggi notenda, gagna og búnaðar.

 


Samstarf við ENISA

PFS er í samstarfi við Net- og upplýsingaöryggisstofnun Evrópusambandsins, ENISA og hefur m.a. tekið þátt í samevrópskum æfingum um viðbrögð við netárásum.

 


Samstarf við SAFT verkefnið

PFS á fulltrúa í stýrihópi SAFT verkefnisins sem rekið er innan vébanda landssamtaka foreldra, Heimili og skóla. SAFT verkefnið er vakningingar og fræðsluverkefni sem snýst um að efla jákvæða og örugga netnotkun barna og unglinga.

Sjá nánar um SAFT

 


 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábending þín er móttekin

Af hverju ekki?