Markaðs- og kostnaðargreiningar
Þann 25. júlí 2003 tóku gildi lög um fjarskipti nr. 81/2003. Með þeim voru innleiddar fjórar tilskipanir ESB um fjarskipti og ein tilskipun um persónuvernd í fjarskiptum.
Fjarskiptalöggjöfin fól í sér breytingar á markaðsgreiningu og útnefningu fyrirtækja með umtalsverðan markaðsstyrk.
Ef markaðsgreining leiðir í ljós að ekki ríki virk samkeppni á viðkomandi markaði og að fjarskiptafyrirtæki á þeim markaði, eitt eða fleiri, hafi umtalsverðan markaðsstyrk getur Fjarskiptastofa lagt kvaðir á viðkomandi fyrirtæki til þess að skapa keppninautum þeirra eðlileg samkeppnisskilyrði og draga úr hugsanlegum áhrifum fyrirtækjanna á samkeppnina á markaðinum. Fjallað er um kvaðir á fjarskiptafyrirtæki í 27. – 32. gr. laganna.
Gildandi tilmæli ESA frá 2016
Mörkuðum fækkað í fjóra.
Markaður 1. Lúkning símtala í einstökum almennum símkerfum með fasttengingu
Markaður 2. Lúkning símtala í einstökum farsímakerfum
Markaður 3a. Staðaraðgangur með fasttengingu
Markaður 3b. Miðlægur aðgangur með fasttengingu fyrir fjöldaframleiddar vörur
Markaður 4. Aðgangur með fasttengingu af miklum gæðum
Eldri tilmæli ESA frá 2008
Í nóvember 2008 tóku gildi tilmæli frá ESA þar sem mörkuðum er fækkað í sjö í stað átján eins og var í eldri tilmælum ESA frá 2004:
1. Aðgangur að fasta talsímanetinu fyrir heimili og fyrirtæki (Smásölumarkaður)
2. Upphaf símatala í fastaneti (Heildsölumarkaður)
3. Lúkning símtala í einstökum fastanetum (Heildsölumarkaður)
4. Aðgangur að föstum aðgangsnetum (þ.m.t. skiptur og óskiptur aðgangur) (Heildsölumarkaður)
5. Breiðbandsaðgangur (Heildsölumarkaður)
6. Lúkningarhluti leigulína (Heildsölumarkaður)
7. Lúkning símtala í einstökum farsímanetum (Heildsölumarkaður)
Eldri tilmæli ESA frá 2004
Í lok árs 2008 lauk Fjarskiptastofa markaðsgreiningu á fjarskiptamörkuðum skv. eldri tilmælum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) frá árinu 2004. Þá voru skilgreindir átján markaðir.
Allar upplýsingar um markaðsgreiningar Fjarskiptastofu skv. eldri tilmælunum er að finna í leitarvél á vef PFS.