Hoppa yfir valmynd
Tungumál EN
Heim

Ljósleiðarauppbygging og ríkisstyrkir

 Á þessari síður eru upplýsingar, leiðbeiningar og aðstoð fyrir opinbera aðila sem áforma uppbyggingu ljósleiðarakerfa.

Efnisyfirlit síðunnar. Smellið á hlekkina til að fara beint í viðkomandi efni:

  1. Fyrirmynd að auglýsingu vegna fyrirhugaðrar lagningar ljósleiðara
  2. Leiðbeiningar um uppbyggingu ljósleiðaraneta og ríkisaðstoðarreglur EES
  3. Verklagsreglur um gerð staðarlista
  4. Þjónustulýsing Fjarskiptastofu vegna uppbyggingar sveitarfélaga á háhraðanetum
  5. Skýrslur PFS til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um verkefni sín vegna ljósleiðarauppbyggingar sveitarfélaga
  6. Auglýsingar sveitarfélaga vegna fyrirhugaðrar lagningar ljósleiðara

1. Fyrirmynd að auglýsingu vegna fyrirhugaðrar lagningar ljósleiðara

Þegar sveitarfélög áforma að ráðast í lagningu ljósleiðara er gert ráð fyrir að birtar séu auglýsingar um áformin og áhugi markaðsaðila á verkefninu kannaður

Gerð hefur verið fyrirmynd að texta slíkrar auglýsingar sem sveitarfélög eru hvött til að notfæra sér:

Fyrirmynd að texta auglýsingar

Sveitarfélögum er ráðlagt að auglýsa áform sín opinberlega í a.m.k. einu dagblaði á landsvísu ásamt birtingu á eigin vef og í staðbundnum fjölmiðlum eftir atvikum.

Einnig fær Fjarskiptastofa afrit af auglýsingum og birtir hér á vefnum eftir því sem þær berast, sjá kafla 6.

 

2. Leiðbeiningar Fjarskiptastofu

Fjarskiptastofa hefur útbúið leiðbeiningar fyrir sveitarfélög og aðra opinbera aðila vegna uppbyggingar ljósleiðarakerfa. Leiðbeiningarnar fela í sér upplýsingar um regluverk EES-samningsins á sviði samkeppni og ríkisaðstoðar, tæknikröfur, upplýsingar um kröfur í útboðum ásamt fyrirmynd að útboðsgögnum og að samningi við fjarskiptafyrirtæki um tengingu og rekstur ljósleiðarakerfa.
 
Innanríkisráðuneytið óskaði eftir ofangreindum upplýsingum í þeirri viðleitni að styðja við undirbúning og framkvæmd við uppbyggingu ljósleiðarakerfa á vegum opinberra aðila, einkum sveitarfélaga. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið fjármagnaði verkefnið á grundvelli markmiða byggðaáætlunar 2014-2017 um stuðning við uppbyggingu öflugs gagnanets.
 
Leiðbeiningunum er ætlað að vera til stuðnings við mat á því hvort verkefni opinberra aðila eða styrkt af þeim teljist til tilkynningarskyldra ríkisstyrkja og hvort styrkurinn teljist samrýmanlegur EES-samningnum með tilliti til þeirra undanþágureglna sem þar gilda. Þá var það einnig tilgangur ráðuneytisins að setja fram samræmda lýsingu á tæknilegri tilhögun ljósleiðaraneta sem gæti stuðlað að vandaðri og hagkvæmri uppbyggingu og rekstri þeirra. Enn fremur að auðvelda opinberum aðilum skipulagningu slíkra verkefna með því að útbúa fyrirmyndir að útboðskilmálum auk samtengisamnings vegna reksturs slíkra neta. 
 
Í meginmáli skýrslunnar er meðal annars fjallað um lagaumhverfi sem skoða þarf vegna ríkisaðstoðar og hvaða skilyrði þarf að uppfylla svo að ríkisaðstoð teljist ekki brjóta í bága við ríkisaðstoðarreglur EES-samningsins. Í viðaukum skýrslunnar er síðan að finna gátlista, upplýsingar um stöðu og þróun á íslenskum fjarskiptamarkaði, fyrirmynd af samtengisamningi, almennar upplýsingar um búnað og tæki og ýmsar fleiri hagnýtar upplýsingar þessu tengt.
 
Leiðbeiningarnar og viðauka við þær má finna hér fyrir neðan:
 
 

3. Verklagsreglur um gerð staðarlista

Hér er um að ræða leiðbeiningar til sveitarfélaga um hvernig standa skuli að því að ákveða hvaða heimili og vinnustaðir skulu tengdir ljósleiðara innan sveitarfélagsins, þegar uppbyggingingin á sér stað með fjárstuðningi þess.

Annars vegar er um að ræða tengingar heimila og vinnustaða sem sveitarfélagið hefur í hyggju að styrkja, hins vegar ákvarðanir varðandi aðra tengistaði sem eðlilegt þykir að gera ráð fyrir í slíku verkefni, þó svo að sveitarfélag veiti ekki fjárstuðning viðkomandi tenginga. Þarna er átt við t.d. sumarhús og tengingar farnetssenda við ljósleiðara. Verklagsreglurnar fela í sér skýringar á hugtökum sem reynir á við ákvarðanatöku þegar staðarlistar eru gerðir og ábendingar um framkvæmdaleg atriði sem skynsamlegt er að fylgja að áliti Fjarskiptastofu.

Verklagsreglur um gerð staðalista - uppfært 12.11.2018

Fyrirmynd fyrir staðalista

4. Þjónustulýsing Fjarskiptastofu vegna uppbyggingar sveitarfélaga á háhraðanetum

Fjarskiptastofa hefur samið lýsingu á þjónustu sem stofnunin veitir í tengslum við uppbyggingu sveitarfélaga eða annarra opinberra aðila á háhraðanetum út frá ríkisaðstoðarreglum EES. Þegar sveitarfélög eða aðrir opinberir aðilar hyggjast ráðast í framkvæmdir við útbreiðslu háhraðaneta ber að fylgja ríkisaðstoðarreglum EES. 

Í þjónustulýsingunni hér fyrir neðan má sjá hvað felst í þeirri þjónustu og ráðgjöf sem stofnunin veitir aðilum að því er varðar uppbyggingu háhraðaneta.

Þjónustulýsing Fjarskiptastofu vegna uppbyggingar opinberra aðila á háhraðanetum (PDF)

 

5. Skýrslur Fjarskiptastofu um verkefni sín vegna ljósleiðarauppbyggingar sveitarfélaga

Fjarskiptastofa gerði samning við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um tiltekin verkefni sem stofnunin skyldi sinna í tengslum við átak stjórnvalda um ljósleiðarauppbyggingu sveitarfélaga. Verkefnið hófst 2014, en samningurinn var undirritaður árið 2015 og nær til þriggja ára. Hér fyrir neðan eru skýrslur sem stofnunin hefur skilað ráðuneytinu um þessi verkefni sín. 

Skýrsla um verkefni PFS árið 2015 vegna ljósleiðarauppbyggingar sveitarfélaga - Skilað í febrúar 2016

Skýrsla um verkefni PFS árið 2016 vegna ljósleiðarauppbyggingar sveitarfélaga - Skilað í mars 2017

6. Auglýsingar sveitarfélaga vegna fyrirhugaðrar lagningar ljósleiðara

Hér fyrir neðan má nálgast þær auglýsingar sveitarfélaga sem sendar eru stofnuninni um áform um lagningu ljósleiðara til að kanna áhuga markaðsaðila á verkefninu.

Auglýsing frá Sveitarfélaginu Vogum - október 2017

Auglýsing frá Borgarbyggð - janúar 2017

Auglýsing frá Breiðdalshreppi - janúar 2017

Auglýsing frá Grundarfjarðarbæ - janúar 2017

Auglýsing frá Hornafirði - janúar 2017

Auglýsing frá Ísafjarðarbæ - janúar 2017

Auglýsing frá Reykhólahreppi - janúar 2017

Auglýsing frá Skorradalshreppi - desember 2016

Auglýsing frá Bláskógabyggð, Grafnings- og Grímsneshreppi og Hrunamannahreppi - nóvember 2016

Auglýsing frá Skaftárhreppi- október 2016

 
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábending þín er móttekin

Af hverju ekki?