Hoppa yfir valmynd
IS
Home

Samráð um stefnu Póst- og fjarskiptastofnunar um öryggi og virkni fjarskiptainnviða

Samráð um stefnu Póst- og fjarskiptastofnunar um öryggi og virkni fjarskiptainnviða

November 21st 2019

Póst- og Fjarskiptastofnun birtir drög að stefnu stofnunarinnar um öryggi og virkni fjarskiptainnviða ásamt tillögum að breytingum á reglum nr. 1221/2007, um vernd upplýsinga á almennum fjarskiptanetum.

Í stefnunni er sett fram framtíðarsýn stofnunarinnar hvað varðar öryggi og virkni fjarskiptainnviða. Þessi framtíðarsýn byggir á almennum markmiðum er varða, í fyrsta lagi, öryggisstig og öryggisvitund á fjarskiptamarkaðinum og í öðru lagi, framkvæmd áhættugreiningar á mikilvægum þáttum fjarskiptainnviða. Þá er einnig sett fram kynning á sértækari aðgerðum, svo sem gerð úttektarstefnu og setningu verklagsreglna, sem eftirfylgni með almennum markmiðum stofnunarinnar. 

Um leið eru kynntar tillögur að breytingum á reglum 1221/2017 þar sem áhersla er lögð á framkvæmd sjálfsmats aðila, gerð sértæks áhættumats á einstökum kerfisþáttum eða ógnum og aukna upplýsingagjöf til stofnunarinnar. 

Póst- og fjarskiptastofnun gefur aðilum kost á að koma fram með athugasemdir, sjónarmið og tillögur við umrædd skjöl og óskar á sama tíma eftir farsælu samstarfi við aðila á þessu sviði. Er frestur veittur til föstudagsins 20. desember n.k.

Stefna PFS um öryggi og virkni fjarskiptainnviða - Samráðsskjal

Breytingartillaga á reglum nr. 1221/2007, um vernd upplýsinga á almennum fjarskiptanetum

 

 

Til baka